Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 470 svör fundust

Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?

Svarið sem hér fer á eftir er líka svar við spurningunni Hvað eru mörg lönd í heiminum? frá Berglindi Friðriksdóttur og Ólafi Heiðari Helgasyni og er litið svo á að land þýði sjálfstætt ríki. Þegar maður spyr hversu mörg sjálfstæð lönd eru í heiminum getur maður fengið ýmis svör og velta þau gjarnan á hagsmun...

Nánar

Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?

Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna. Íslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund...

Nánar

Stamar fólk þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt?

Það virðist mjög einstaklingsbundið hvort fólk stamar meira eða minna þegar það talar erlend tungumál. Langalgengast er þó að stamið aukist. Þekkt er að fólk stamar meira þegar það er óöruggt eða spennt og á það einnig við hér því að flestir eru óöruggari þegar þeir eru að tala annað tungumál en sitt eigið. Hins v...

Nánar

Hvað er Ísland stórt (að flatarmáli)?

Ísland er 103.000 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli. Hægt er að sjá stærðir einstakra hluta landsins, sem og annarra landa og heimsálfa, með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu. Mynd: norden. (Sótt 4.3.2003). Annað kort af Íslandi er að finna hér: Detailed Road Map of Iceland. (Skoðað 25.03.2015)...

Nánar

Hvaða gjaldmiðill er notaður á Kanaríeyjum?

Þótt Kanaríeyjar séu úti fyrir norðvesturströnd Afríku þá tilheyra þær Spáni. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Evran er gjaldmiðill Spánar eins og flestra annarra landa innan bandalagsins og þar með er hún líka gjaldmiðill Kanaríeyja. Framhlið 20 evru seðils. Hægt er að skoða gengi e...

Nánar

Hvað eru til mörg lönd á jörðinni?

Í svari við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? kemur fram að það er ekki einfalt að gefa ákveðið svar við þessari spurningu. Þegar svarið var skrifað, árið 2000, var niðurstaðan sú að miða við 192 lönd, það er að segja þau 189 þjóðríki sem þá áttu aðild að Sameinuðu þjóðunum auk Sviss, Vatíkansi...

Nánar

Hvað er að fá sér einn gráan?

Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað?

Guðrún Þórhallsdóttir er dósent í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Sérsvið hennar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála, og fjallaði doktorsritgerð hennar um efni á sviði frumgermanskrar hljóðsögu. Þegar hún tók við starfi ...

Nánar

Fleiri niðurstöður